Netökuskólinn, í samstarfi við ADR skólann, býður upp á endumenntunarnámskeið fyrir ADR.
Samkvæmt reglugerð um ADR réttindi, þurfa handhafar ADR réttinda að sækja endurmenntunarnámskeið á 5 ára fresti. Ljúka þarf endurmenntunarnámi á síðustu 12 mánuðum áður en skírteinið rennur út. Á ADR endurmenntunarnámskeiðum á að fara yfir breytingar á ADR reglunum og rifja upp námsefni fyrri námskeiða.
Endurmenntunarnámskeiðin:
NÁMSKEIÐ |
RÉTTINDI TIL AÐ FLYTJA |
LENGD NÁMSKEIÐS |
NETNÁMSKEIÐ |
GRUNNNÁMSKEIÐ |
Hættuleg efni í stykkjavöru |
11 kennslustundir |
Já |
TANKAFLUTNINGAR |
Hættuleg efni í tönkum |
8 kennslustundir |
Já |
SPRENGIFIM EFNI |
Sprengifim efni |
8 kennslustundir |
Já |
GEISLAVIRK EFNI |
Geislavirk efni |
8 kennslustundir |
Nei |
Eins og er bjóðum við upp á 3 námskeið:
Ef þú vilt vita meira um námskeiðin getur þú sent okkur fyrirspurn á adr @ adrskolinn.is
Athugið að þetta eru endurmenntunarnámskeið. Fyrir hvert námskeið þarf að vera með gild réttindi skv. þessu:
- Fyrir ADR endurmenntun - Grunnámskeið:
Ef þú hefur ekki gild ADR grunn réttindi sem þarf að endurnýja þá áttu ekki taka þetta námskeið.
Þeir sem ekki hafa gild ADR grunnréttindi sem þarf að endurnýja munu ekki fá ADR réttindi þó að þeir ljúki þessu námskeiði.
Þeir sem hyggjast taka ADR endurmenntunarnámskeið fyrir tankaflutninga eða flutninga á sprengiefnum í flokki 1 þurfa fyrst að ljúka þessu námskeiði.
- Fyrir ADR endurmenntun - Flutningur í tönkum:
Ef þú hefur ekki gild ADR tankaflutnings réttindi sem þarf að endurnýja þá áttu ekki taka þetta námskeið.
Þeir sem ekki hafa gild ADR tankaflutnings réttindi sem þarf að endurnýja munu ekki fá ADR tankaflutnings réttindi þó að þeir ljúki þessu námskeiði.
Til að endurnýja ADR tankaflutnings réttindi þarf fyrst að ljúka endurmenntunarnámskeiðinu ADR grunn réttindi.