Eftirvagnanámskeið – BE-réttindi
Námefnið hér á eftir er til undirbúnings fyrir munnlegt próf sem tekið er áður en verklegt próf er tekið.
Um eftirvagnaréttindi:
BE-réttindi veita réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd.
Umsækjandi um ökuskírteini fyrir BE-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.
Ökuskírteini fyrir BE-flokk má veita þeim sem er orðinn 18 ára.
Námskeiðið er í tveimur lotum. Námskeiðið samanstendur af texta, skýringamyndum og myndböndum, ásamt léttum verkefnum og spannar námsefnið allt það helsta sem þarf að hafa í huga þegar eftirvagn er dreginn.
Verkleg kennsla:
Til að fá BE-réttindi þarf að standast verklegt próf. Miðað er við að hver ökunemi taki að lágmarki fjórar kennslustundir hjá ökukennara fyrir prófið. Þar er meðal annars lögð áhersla á að ná leikni í akstri, t.d. þegar ekið er afturábak. Einnig á neminn að geta framkvæmt öryggiskoðun á eftirvagni með tilliti til umferðaröryggis.