Um bifhjólanámið.

 
Námskeið þetta er samþykkt af Samgöngustofu og er jafngilt námskeiðum sem tekin eru í hinum hefðbundnu ökuskólum. Kosturinn er hins vegar sá að þú ert við stjórnvölinn og getur stundað námið á þeim tíma sem þér hentar.


Bifhjólamynd
Námskeiðið er byggt upp með þeim hætti að það er í 6 lotum. Mest er hægt er að taka 1 lotu á dag. Í lok hverrar lotu eru verkefni úr efni lotunnar sem þú fórst yfir. 

Námið er í höndum ökukennara og ökuskóla. Við upphaf námsins þarf að fá námsheimild hjá sýslumanni. Eyðublaðið má nálgast hér. 

Samkvæmt reglum þarf að taka bóklegt bifhjólanámskeið og taka 11 verklega tíma að lágmarki (45 mín). 

Bóklega námskeiðið er hægt að taka í fjarnámi hjá Netökuskólanum og kemur þá í stað hinna hefðbundnu námskeiða sem tekin eru í skólastofu. Æskilegt er að bók- og verklega ökunámið sé samþætt þannig að það gefi sem bestan árangur.

Við mælum með því að þú verðir í sambandi við verklega ökukennarann þinn til að fá leiðbeiningar um það. 

Verkleg kennsla.

Hluti tímanna er tekinn á lokuðu svæði og þar eru m.a. farið í tækniæfingar á bifhjóli, s.s. keilusvig, snigilakstur, hemlunaræfingar ofl. Þegar að neminn hefur náð góðum tökum á æfingunum eru teknir verklegir tímar í almennri umferð. Til að öðlast bifhjólaréttindin þarf að standast bók- og verklegt próf sem tekin eru hjá Frumherja. Til að skrá þig á námskeiðið ýtir þú einfaldlega á nýskráningarhnappinn og kerfið mun leiða þig áfram. Ef einhverjar spurningar vakna bendum við þér á spurt og svarað hnappinn hér fyrir ofan.

Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum þar getur þú sent tölvupóst á netokuskolinn@netokuskolinn.is og við munum leitast við að svara spurningum þínum eftir bestu getu.

 


Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar