ADR endurmenntun - Grunnnámskeið

 

Þetta ADR námskeið er ENDURMENNTUNARNÁMSKEIÐ.
Ef þú hefur ekki gild ADR grunn réttindi sem þarf að endurnýja þá áttu ekki taka þetta námskeið.

Þeir sem ekki hafa gild ADR grunnréttindi sem þarf að endurnýja munu ekki fá ADR réttindi þó að þeir ljúki þessu námskeiði.

Þeir sem hyggjast taka ADR endurmenntunarnámskeið fyrir tankaflutninga eða flutninga á sprengiefnum í flokki 1 þurfa fyrst að ljúka þessu námskeiði.

 

Um námskeiðið 

Samkvæmt reglugerð um ADR réttindi, þurfa handhafar ADR réttinda að sækja endurmenntunarnámskeið á 5 ára fresti. Ljúka þarf endurmenntunarnámi áður en fimm ár eru liðin frá síðustu ADR námskeiðum. Á ADR endurmenntunarnámskeiðum á að fara yfir breytingar á ADR reglunum og rifja upp námsefni fyrri námskeiða.

    1. Endurmenntunarnámskeið fyrir almenn ADR réttindi er netnámsskeið í 11 hlutum.
    2. Lengd námskeiðsins samsvarar tíu, 45 mínútna kennslustundum en hlutarnir eru misjafnlega langir.
    3. Í lok námskeiðsins þarf nemandinn að standast próf þar sem próftaki er prófaður úr innihaldi námsefnisins.
    4. Réttindaskírteinið er gefið út af Vinnueftirliti ríkisins og er greitt fyrir það sérstaklega samkvæmt gjaldskrá Vinnueftirlitsins.

 

Námsefni sem próftaki skal kunna skil á
Samkvæmt reglugerð nr. 1077/2010 skal próftaki kunna skil á eftirtöldu námsefni í lok almenns ADR námskeiðs.
Almennum fyrirmælum um flutning á hættulegum farmi

A. Helstu áhættuþáttum
B. Upplýsingum um umhverfisvernd sem lið í eftirliti með flutningi á spilliefnum og úrgangi
C. Forvörnum og öryggisráðstöfunum sem eiga við mismunandi tegund áhættu
D. Hvað gera skal þegar slys eða óhapp ber að höndum skyndihjálp, umferðaröryggi, grundvallarþekking á notkun varnarbúnaðar o.s.frv.
F. Hættumerkingum og varúðarmerkjum,
G. Hvað stjórnenda ökutækis ber eða ber ekki að gera þegar hættulegur farmur er fluttur
H. Tilgangi og stjórnun tæknibúnaðar ökutækis sem notaður er til að flytja hættulegan farm
I. Banni við að blanda tilteknum efnum í farmi í sama ökutæki eða gám
J. Varúðarráðstöfunum sem huga ber að við fermingu og affermingu á hættulegum farmi
K. Almennum upplýsingum um hver ber ábyrgð við flutning á hættulegum farmi;
L. Almennum upplýsingum um flutninga sem falla undir fleiri en eina tegund flutninga (t.d. land-, sjó- eða loftflutninga);
M. Meðhöndlun og fermingu á pökkum sem innihalda hættuleg efni.

Þessi síða notar vefkökur.
Sjá nánar