Til að geta sótt rafrænt um námsheimild þarft þú að eiga rafræn skilríki.
Þú ferð inn á https://island.is/bilprof-og-fyrsta-oekuskirteinid-b-prof og lest leiðbeiningarnar á síðunni, sérstaklega varðandi skilyrði til að hefja ökunám og hvaða fylgigögnum þarf að skila.
Þegar þú ert búinn að lesa yfir síðuna smellir þú á “Sækja um” hnappinn á síðunni.

Við það flyst þú yfir á innskráningarsíðu island.is. Þar skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum.

Þegar þú ert búinn að skrá þig inn á island.is kemur þessi vefsíða upp:

Þarna þarftu að haka í “Ég hef kynnt mér ofangreint” og smella á “Halda áfram” hnappinn. Það getur verið að þú fáir upp skilaboð um að eitthvað hafi farið úrskeiðis í liðnum “Netfang og símanúmer úr þínum stillingum”

Ef þú færð þessa villu þarftu að smella á nafnið þitt sem er efst í hægra horninu og velja þar “Mínar stillingar”:

Þá færðu upp vefsíðu þar sem þú getur sett inn netfang og símanúmer.

Fylltu út netfangið og símanúmer og vistaðu, farðu svo aftur á vefsíðuna þar sem athugasemdin kom upp, vefsíðan þar sem stendur efst “Umsókn um ökuskírteini”. Núna ættir þú að geta smellt á hnappinn “Halda áfram”. Þessi vefsíða kemur þá upp:

Þarna hakar þú í “Almenn ökuréttindi”. Þú átt ekki að geta hakað í “Fullnaðarréttindi”. Eftir það smellir þú á “Halda áfram” hnappinn og færð upp þessa vefsíðu:

Ef báðir liðir eru grænir getur þú smellt á “Halda áfram” takkann og færð upp næstu vefsíðu.
Þar kemur upp yfirlit með upplýsingum um þig, athugaðu hvort þær séu ekki örugglega réttar. Þú þarft einnig að velja neðst á vefsíðunni hvaða ökukennara þú ert hjá í verklega hluta ökunámsins. Þegar þú hefur valið hann smellir þú á “Halda áfram” hnappinn.

Þú þarft að staðfesta að þú sért ekki með ökuskírteini í öðru landi. Ef þú ert ekki með annað ökuskírteini hakar þú í “Nei” og smellir á “Halda áfram” hnappinn.

Næst þarftu að velja hjá hvaða sýslumanni þú ætlar að skila inn passamynd af þér. Þarna hefur nemandinn valið “Kópavogur”, en þar hefur Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu aðsetur.

Þú smellir á “Halda áfram” hnappinn og ferð á vefsíðu þar sem þú þarft að fylla út heilbrigðisyfirlýsingu:

Þarna þarftu að hafa í huga það sem stóð á fyrstu vefsíðunni, þeirri sem var með hnappinn til að skrá þig inn með rafrænu skilríkjunum. Þar stóð:

Nú smellir þú á “Halda áfram” hnappinn og færð upp yfirlit yfir upplýsingar sem þú hefur gefið upp um þig.

Þegar þú smellir á “Halda áfram” hnappinn ferðu þú inn á greiðslusíðu, þú þarft að borga fyrir umsóknina:

Þú fyllir út umbeðnar upplýsingar og ef greiðslan gengur færðu upp vefsíðu sem staðfestir það:

Þú smellir á “Áfram” hnappinn og þá er umsóknarferlinu lokið.
Athugaðu að til að umsóknin verði samþykkt og þú fáir námsheimild, þá þarftu að fara með passamynd til sýslumannsins sem þú valdir í umsóknarferlinu. Einnig þarftu að fara með læknisvottorð ef þú hefur svarað heilbrigðisyfirlýsingunni þannig að þess sé krafist.
Nemandinn þarf að mæta sjálfur með til sýslumanns þegar myndinni er skilað.
|